Heim

Velkomin á heimasíðu Geitfjárræktarfélags Íslands. Félagið byrjaði að byggja upp þessa síðu í lok árs 2018 og enn er mikið starf framundan við að setja inn myndir, greinar, fundargerðir, hafraskrá svo aðeins fátt eitt er upptalið.

Geitfjárræktarélag Íslands, (GFFÍ), var stofnað 22. nóvember 1991 í Bændahöllinni. Þá taldi geitastofninn um 350 dýr. Íslenski geitastofninn er búfjárstofn sem telst í útrýmingarhættu eftir skilgreiningu FAO, en til að vera utan hættu þyrftu að vera að lágmarki 4200 kvendýr en helst 7800 til að stofninn sé stöðugur. Árið 2017 taldi stofninn rúmlega 1300 dýr, kven- og karldýr.

Tilgangur Geitfjárræktarfélags Íslands er að stuðla að verndun og viðhaldi íslenska geifjárstofnsins og vinna að ræktun hans og að leita leiða til að bæta nýtingu og auka verðmæti afurða.

Geitur eru nytjadýr og af þeim fæst: Mjólk, kjöt, innmatur, geitafiða, stökur, horn og klaufir. Geitamjólk inniheldur öðruvísi fitu og prótín heldur en kúamjólk og hentar oft mannverum betur heldur en kúamjólkin. Kjötið er magurt og bæði prótín- og járnríkt og er hið ágætasta til neyslu sem steik, pylsur og aðrar kjötvörur. Geitafiðan heitir á erlendum tungumálum kasmír og verður hið mýksta band. Mör geita nýtist vel til áburðar- og sápugerðar.

Til að ýta undir sérstöðu geitaafurða stóð GFFÍ fyrir samkeppni hjá nemum Listaháskóla Íslands vorið 2018 um merki sem félagar í GFFÍ sem framleiða geitaafurðir geta merkt vörur sínar með. Fyrstu verðlaun hlaut Sóley Tómasdóttir og kom merkið í notkun á geitaafurðir í lok árs 2018.

Geitfjárrækt

Á heimasíðu Erfðanefndar landbúnaðarins er að finna efni um verndaráætlun íslensku geitarinnar svo og hlekki á útgefið efni um geitur.

Lára Hrund Bjargardóttir: Nýting geita á Íslandi fyrr og nú

Grein eftir Birnu Kristínu Baldursdóttur, Albínu Huld Pálsdóttur og Jón Hallstein Hallsson: Geitfé á Íslandi – uppruni, staða og framtíðarhorfur

GEITHAFRAR, Hafrastöðin Þórulág, Hafraskrá.

Í Hafrasskrá er yfirlit hafra sem sæði var tekið úr og hægt er að nýta til sæðinga og þar með koma í veg fyrir einrækt. Hér er hægt að skoða Hafraskrár

Um Geitfjárræktarfélagið

Samþykktir félagsins

Stjórn GFFÍ árið 2023-24:

Formaður: Brynjar Þór Vigfússon, Gilhaga II, Norðurþing. 

Gjaldkeri: Guðni Ársæll Indriðason, Laufbrekku, Kjalarnesi. Netfang: laufbrekka[hja]kjalarnes.is

Ritari: Anna María Lind Geirsdóttir, Kópavogi. Netfang: annamariageirsd[hja]hotmail.com

Meðstjórnandi: Jóhanna B Þorvaldsdóttir, Háfelli í Borgarbyggð. Netfang: haafell[hja]haafell.is

Meðstjórnandi: Helena Hólm, Skálatjörn, Flóahrepp. Netfang: stubbalubbar99[hja]gmail.com

Varamenn í stjórn: 

Þorsteinn Ólafsson, Selfossi. Netfang:

Bettina Wunsh, Brautartungu, Háfshverfi í Þykkvabæ. Netfang: brautartunga[hja]hotmail.com

Stjórn GFFÍ árið 2022-23:

Formaður: Anna María Flygenring, Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Netfang: annaflyg[hja]gmail.com

Gjaldkeri: Brynjar Þór Vigfússon, Gilhaga II, Norðurþing.

Ritari: Anna María Lind Geirdóttir frá 9. jan 2023. Netfang: annamariageirsd[hja]hotmail.com

Meðstjórnandi: Jóhanna B Þorvaldsdóttir, Háfelli í Borgarbyggð. Netfang: haafell[hja]haafell.is

Meðstjórnandi: Helena Hólm, Skálatjörn, Flóahreppi. Netfang:

Varamenn í stjórn:

Anna María Lind Geirdóttir

Bettina Wunsh, Brautartungu, Háfshverfi í Þykkvabæ. Netfang: brautartunga[hja]hotmail.com

Stjórn GFFÍ árið 2021-22:

Formaður: Anna María Flygenring, Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Netfang: annaflyg[hja]gmail.com

Gjaldkeri: Guðni Ársæll Indriðason, Laufbrekku, Kjalarnesi. Netfang: laufbrekka[hja]kjalarnes.is

Ritari: Þorsteinn E. Þorsteinsson,  Netfang: steisteimeister[hja]gmail.com

Meðstjórnandi: Birna Kristín Baldursdóttir, Eskiholti í Borgarbyggð. Netfang: birna[hja]eskiholt.is

Meðstjórnandi: Jóhanna B Þorvaldsdóttir, Háfelli í Borgarbyggð. Netfang: haafell[hja]haafell.is

Varamenn í stjórn:

Bettina Wunsh, Brautartungu, Háfshverfi í Þykkvabæ. Netfang: brautartunga[hja]hotmail.com

Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, Helgafellssveit. Netfang: sif[hja]hrisakot.is

Stjórn GFFÍ árið 2020-21:

Formaður: Anna María Flygenring, Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Netfang: annaflyg[hja]gmail.com

Gjaldkeri: Guðni Ársæll Indriðason, Laufbrekku, Kjalarnesi. Netfang: laufbrekka[hja]kjalarnes.is

Ritari: Þorsteinn E. Þorsteinsson,  Netfang: steistei[hja]simnet.is

Meðstjórnandi: Birna Kristín Baldursdóttir, Eskiholti í Borgarbyggð. Netfang: birna[hja]eskiholt.is

Meðstjórnandi: Guðný Ívarsdóttir, Flekkudal í Kjós. Netfang: gudny[hja]kjos.is

Varamenn í stjórn:

Bettina Wunsh, Brautartungu, Háfshverfi í Þykkvabæ. Netfang: brautartunga[hja]hotmail.com

Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, Helgafellssveit. Netfang: sif[hja]hrisakot.is

Stjórn GFFÍ árið 2019-20:

Formaður: Anna María Flygenring, Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gjaldkeri: Guðni Ársæll Indriðason, Laufbrekku, Kjalarnesi.

Ritari: Anna María Lind Geirsdóttir, Rauðagerði 50, Reykjavík.

Meðstjórnandi: Birna Kristín Baldursdóttir, Eskiholti í Borgarbyggð.

Meðstjórnandi: Guðný Ívarsdóttir, Flekkudal í Kjós.

Varamenn í stjórn:

Bettina Wunsh, Brautartungu, Háfshverfi í Þykkvabæ

Guðmundur Freyr Kristbergsson, Háafelli Hvítársíðu

Blog og tilkynningar

Geitfjárræktarfélagið verður á Sveitasælu í Skagafirði 19. ágúst 2023

Hafa samband og verða félagi

Viltu gerast félagi?

Hvort sem þú átt geit eða ekki getur þú orðið félagi.

Netfang Geitfjárræktarfélagsins er geit[hja]geit.is og þangað skal senda umsókn um aðild í félaginu.

Geitfjáreigendur geta verið aðlar að BÍ og eru þá í Geitfjárdeildinni og skrá sig hjá Bændasamtökunum. 

 

Afurðamerki Geitfjárræktarfélagsins

Gerum íslenskum geitaafurðum hátt undir höfði og gerum þær sýnilegar. Það er talsvert um innfluttar geitaafurðir t.d. osta. ef þú ert félagi í Geitfjárræktarfélaginu sem framleiðir geitaafurðir og vilt merkja afurðirnar með geitaafurðamerki félagsins skaltu sækja um. Reglur um notkun merkisins eru hér fyrir neðan.

Sendu póst á: geit[hja]geit.is

Reglur um notkun á merki fyrir geitaafurðir samþykktar af stjórn GFFÍ 6.júní 2018.

1. Merkið er eign Geitfjárræktarfélags Íslands GFFÍ.

2. Einungis félagsmenn í GFFÍ geta sótt um leyfi til að nota merkið á afurðir sínar. Merkið má nota við merkingu, kynningu og markaðssetningu.

3. Merkið er ætlað til notkunar á allar geitaafurðir, þær verða að innihalda að minnsta kosti 75 % geitaafurðir.

4. Óheimilt er að breyta merkinu á nokkurn hátt, nema að viðhöfðu samráði við stjórn GFFÍ.

5. Óheimilt er að þriðji aðili noti merkið til kynninga eða sölu, nema að viðhöfðu samráði og samþykki stjórnar GFFÍ. Merkið má nota við hlið merki framleiðandans og öðrum merkjum sem hann kann að notast við t.d. merki Beint frá býli eða vottunarmerki Túns.

6. Upphafsgjald skal greiða fyrir leyfi til notkunar, er það 8000 krónur árið 2018. Stjórn áskilur sér rétt til breytinga á leyfisgjaldi síðar.

7. Límrúllur með merki geitaafurða verður til sölu hjá stjórn GFFÍ og verður nánar auglýst hvernig þeirri sölu verður háttað. Skilyrði fyrir afhendingu er að leyfisgjald sé greitt og árgjald til GFFÍ sé greitt ár hvert.

8. Lögum og reglum um meðferð og sölu matvæla ber að framfylgja.

9. Stjórn GFFÍ áskilur sér rétt til að fylgjast með að skilyrðum um notkun merkis séu uppfyllt og að grípa til aðgerða sé þess þörf.