Hafa samband og verða félagi

Viltu gerast félagi?

Hvort sem þú átt geit eða ekki getur þú orðið félagi.

Netfang Geitfjárræktarfélagsins er geit[hja]geit.is og þangað skal senda umsókn um aðild í félaginu.

Geitfjáreigendur geta verið aðlar að BÍ og eru þá í Geitfjárdeildinni og skrá sig hjá Bændasamtökunum. 

 

Afurðamerki Geitfjárræktarfélagsins

Gerum íslenskum geitaafurðum hátt undir höfði og gerum þær sýnilegar. Það er talsvert um innfluttar geitaafurðir t.d. osta. ef þú ert félagi í Geitfjárræktarfélaginu sem framleiðir geitaafurðir og vilt merkja afurðirnar með geitaafurðamerki félagsins skaltu sækja um. Reglur um notkun merkisins eru hér fyrir neðan.

Sendu póst á: geit[hja]geit.is

Reglur um notkun á merki fyrir geitaafurðir samþykktar af stjórn GFFÍ 6.júní 2018.

1. Merkið er eign Geitfjárræktarfélags Íslands GFFÍ.

2. Einungis félagsmenn í GFFÍ geta sótt um leyfi til að nota merkið á afurðir sínar. Merkið má nota við merkingu, kynningu og markaðssetningu.

3. Merkið er ætlað til notkunar á allar geitaafurðir, þær verða að innihalda að minnsta kosti 75 % geitaafurðir.

4. Óheimilt er að breyta merkinu á nokkurn hátt, nema að viðhöfðu samráði við stjórn GFFÍ.

5. Óheimilt er að þriðji aðili noti merkið til kynninga eða sölu, nema að viðhöfðu samráði og samþykki stjórnar GFFÍ. Merkið má nota við hlið merki framleiðandans og öðrum merkjum sem hann kann að notast við t.d. merki Beint frá býli eða vottunarmerki Túns.

6. Upphafsgjald skal greiða fyrir leyfi til notkunar, er það 8000 krónur árið 2018. Stjórn áskilur sér rétt til breytinga á leyfisgjaldi síðar.

7. Límrúllur með merki geitaafurða verður til sölu hjá stjórn GFFÍ og verður nánar auglýst hvernig þeirri sölu verður háttað. Skilyrði fyrir afhendingu er að leyfisgjald sé greitt og árgjald til GFFÍ sé greitt ár hvert.

8. Lögum og reglum um meðferð og sölu matvæla ber að framfylgja.

9. Stjórn GFFÍ áskilur sér rétt til að fylgjast með að skilyrðum um notkun merkis séu uppfyllt og að grípa til aðgerða sé þess þörf.