Að gerast félagi í GFFÍ og aðalfundur

Geitabökin breiðu

Aðalfundur verður haldinn n.k. laugardag 23. mars 2019.

Samkvæmt 2. gr. þá geta eftirfarandi orðið félagar:

Félagar geta orðið þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og eiga geitur svo og þeir sem sérstakan áhuga hafa á geitfjárrækt. Félagssvæðið er allt landið. Kjörgengi hafa allir 18 ára og eldri.

Við mælum með að sem flestir sem eiga geitur gangi í félagið, þeim mun öflugara verður það. Ný búgrein og nýjar vörur fyrir landsmenn.

Ef þú vilt ganga í félagið sendu tölvupóst: geit[hja]geit.is