Kjötmat og meðferð sláturdýra

Geitfjárræktarfélagið hefur verið í samstarfi við MATÍS um aukna verðmætasköpun geitfjárafurða. Hluti þess verkefnis er kjötmat og meðferð í sláturhúsum. MATÍS hefur sent okkur eyðublað sem hver og einn geitabóndi fyllir út eftir slátrun og sendir til Matís samkvæmt upplýsingum sem á plagginu eru.
Það er mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu til að Matís Ohf fái allar upplýsingar sem til þarf til að bæta meðferð sláturdýra í sláturhúsum og kjötmatið. Atvinnugreinin er ný og allir þurfa að leggja hönd á plóg til að betur fari.