Rafrit um geitur á ensku

Ritið sem er á ensku er 384 blaðsíður og hægt að lesa á netinu. Það fjallar um ýmis konar framleiðslu úr geitahráefni víðs vegar um heim og gæti virkað sem innblástur.

Vörurnar eru gróflega flokkaðar í fernt:

– hrávörur eins og mjólk, slátur, hár/ fiða

– lítið unnar vörur til neyslu eins og saltað kjöt, ís, jógúrt

– vörur sem hafa umbreyst við meðhöndlun svo sem ostur, leður, pylsur eða eldað kjöt

– mikið unnar vörur sem innihalda aðra framleiðslu svo sem lyf, hnífar, geitostakaka

Hér er hægt að opna ritið

ljósm; Helena Hólm