Hafrastöðin, Þórulág, Hvanneyri

Föstudag 27. september var opið hús í Hafrastöðinni, Þórulág á Hvanneyri. Opið hús var haft áður en að hafrar komu á stöðina, en eftir komu þeirra verður ekki hægt að fara um húsið því gæta þarf að öryggi og hreinlæti í hvívetna og óviðkomandi umferð er ekki leyfð um húsakynnin. Stjórn GFFÍ tók á móti gestum og á boðstólum voru geitaafurða kræsingar frá Háafelli í Hvítársíðu.

Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands 2019-20
Gjaldkerinn og gestir.

Þetta er fyrsta hafrastöð sem er opnuð á Íslandi. Unnið hafði verið að uppbyggingu stöðvarinnar allt sumar 2019 og úttekt gerð af MAST. Nú eru komnir 8 hafrar á stöðina frá eftirtöldum bæjum: Brennistöðum í Flókadal, Háafelli í Hvítársíðu, Hólmi í Hornafirði, Möðrudal á Fjöllum, Rauðá Þingeyjarsveit og Þorbergsstöðum í Laxárdal.

Hægt verður að fá sæði úr þessum höfrum þegar búið er að frysta úr þeim.

Geitfjárræktar félagið hvetur félaga til að nýta sér sæðingar til koma í veg fyrir einrækt eða úrkynjun innan hjarðanna, en of mikill skyldleiki innan geitahjarða er víðtækt vandamál á Íslandi

Nánari upplýsingar fást hjá Birnu K. Baldursdóttur birna[hja]lbhi.is

Geitapaté, geitamjólkurskyr, geitabrie, geitaáleggspylsa og annað gott frá Háafelli.