Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2020

Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2020 laugardaginn 24.okt. kl. 15
Á undan fundinum kl. 14 verður kynning frá Ólafi Reykdal og Óla Þór Hilmarssyni hjá Matís um samstarfsverkefnið Vöruþróun geitfjárafurða, kjötmat og jafnvel fleira, þeir munu síðan svara fyrirspurnum.
Aðalfundurinn laugardaginn 24. október 2020 kl.15.

Fjarfundur á Zoom. 


Félagar fá sendan hlekk á fundinn en til þess að fá hlekk þarf að tilkynna þátttöku á netfang formanns annaflyg@gmail.com

Venjuleg aðalfundarstörf.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar GFFÍ:
Laust er sæti formanns, kosið til eins árs í senn.
Laus eru tvö sæti í aðalstjórn til tveggja ára.
Laust er eitt sæti varamanns til tveggja ára.
Laust er sæti skoðanda reikninga til tveggja ára.
Stjórnin.