Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2022

Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands verður haldinn að loknu Búgreinaþingi BÍ fimmtudaginn 3.mars kl. 15.30 á hótel Natura í Reykjavík. Mögulegt er að vera í fjarfundarsambandi á fundinum en tilkynna þarf til formanns á netfangið annaflyg@gmail.com ef óskað er eftir slíku fyrir 24.febr. Venjuleg aðalfundarstörf. Sameining GFFÍ við BÍ hefur verið samþykkt og fer starf deildar geitfjárræktar að mestu fram líkt og áður var gert í GFFÍ. Félaginu er þó ekki slitið formlega og kjósa þarf stjórn. Stjórnin.