Aðalfundur GFFÍ 2022 fyrri hluti

Aðalfundir Geitfjárræktarfélagsins og búgreinadeildar geitfjárræktar voru haldnir á Hótel Natura í Reykjavík 3. mars s.l. Með tilkomu búgreinadeildar geitfjárræktar verða breytingar í Geitfjárræktarfélaginu.

Á fundi búgreinadeildarinnar var Anna María Flygenring samþykkt sem formaður og Helena Hólm og Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir sem meðstjórnendur þriggja manna stjórnar deildarinnar.

Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands var haldinn í kjölfari fundar búgreinadeildarinnar. Meðal annara aðalfundarstarfa voru til meðferðar breyttar samþykktir félagsins í takti við samþykktir búgreinadeildarinnar. Sú meðferð tók lungan úr fundinum og ekki tókst að klára yfirferð og breytingar og því var fundi frestað um 2-3 vikur og mun stjórn fara yfir breytingarnar. Framhaldsfundur verður auglýstur síðar er nær dregur.