Aðalfundur Geitfjárræktarfélagsins 19. maí 2021 mun verða fjarfundur. Þátttakendur vinsamlega tilkynnið þáttöku í geit@geit.is til að fá fjarfundarhlekkinn sendan.
Fyrir fundinn verða tvö erindi sem að varða geitabændur: Dominique Pledél Jónsson kynnir Slow Food verkefnið sem geitabændur eiga hlut að og Ólafur Reykdal og Óli Þór Hilmarsson hja Matís kynna nýja reglugerð um heimaslátrun.
Eftir kynninguna verða venjuleg aðalfundarstörf. Laus eru tvö sæti í aðalstjórn og eitt sæti varamanns.
Vegna aukinna Covid19 smita hefur aðlfundi félagsins verið frestað um óákveðiðnn tíma. Aðalfundur GFFÍ verður haldinn laugardaginn 10. apríl kl. 14 að Hrísafelli í Helgafellssveit. Hrísafell er gestastofa og afurðavinnsla Sifjar Matthíasdóttur og Jörundar Svavarssonar geitabænda í Hrísakoti. Venjuleg aðalfundarstörf. Laus eru tvö sæti í aðalstjórn og eitt sæti varamanns. Félagsmenn hvattir til að mæta sem og nýjir félagar. Nánari upplýsingar veitir formaður Anna María Flygenring 7746034. Hrísafell er staðsett þar sem fáninn er á landakortinu. Heimreiðin er merkt.
Geitabændur, geitabændur. Athugið með að láta sæða huðnurnar ykkar til að styrkja stofninn með því að minnka skyldleikarækt innan hjarða ykkar með því að fá sæði úr hafri sem er eins lítið skyldur ykkar geitum og mögulegt er. Upplýsingar er hægt að fá hjá Birnu Kristínu Baldursdóttur birna@eskiholt.is eða https://www.facebook.com/birna.k.baldursdottir
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2020 laugardaginn 24.okt. kl. 15 Á undan fundinum kl. 14 verður kynning frá Ólafi Reykdal og Óla Þór Hilmarssyni hjá Matís um samstarfsverkefnið Vöruþróun geitfjárafurða, kjötmat og jafnvel fleira, þeir munu síðan svara fyrirspurnum. Aðalfundurinn laugardaginn 24. október 2020 kl.15.
Fjarfundur á Zoom.
Félagar fá sendan hlekk á fundinn en til þess að fá hlekk þarf að tilkynna þátttöku á netfang formanns annaflyg@gmail.com
Venjuleg aðalfundarstörf.
Óskað er eftir framboðum til stjórnar GFFÍ: Laust er sæti formanns, kosið til eins árs í senn. Laus eru tvö sæti í aðalstjórn til tveggja ára. Laust er eitt sæti varamanns til tveggja ára. Laust er sæti skoðanda reikninga til tveggja ára. Stjórnin.
Verkefni um þróun geitfjárafurða á vegum Matís með þátttöku 5 geitabænda og styrkt af Framleiðnisjóði er lokið og gengið hefur verið frá lokaskýrslu og dreifiblaði.
Verið er að taka úr höfrum og á næstunni verður komin ný skrá. Hægt er að fá sæði eftir gömlu skránni. Áhugasamir hafi samband við Birnu K. Baldursdóttur birna(hja)lbhi.is.
Föstudag 27. september var opið hús í Hafrastöðinni, Þórulág á Hvanneyri. Opið hús var haft áður en að hafrar komu á stöðina, en eftir komu þeirra verður ekki hægt að fara um húsið því gæta þarf að öryggi og hreinlæti í hvívetna og óviðkomandi umferð er ekki leyfð um húsakynnin. Stjórn GFFÍ tók á móti gestum og á boðstólum voru geitaafurða kræsingar frá Háafelli í Hvítársíðu.
Þetta er fyrsta hafrastöð sem er opnuð á Íslandi. Unnið hafði verið að uppbyggingu stöðvarinnar allt sumar 2019 og úttekt gerð af MAST. Nú eru komnir 8 hafrar á stöðina frá eftirtöldum bæjum: Brennistöðum í Flókadal, Háafelli í Hvítársíðu, Hólmi í Hornafirði, Möðrudal á Fjöllum, Rauðá Þingeyjarsveit og Þorbergsstöðum í Laxárdal.
Hægt verður að fá sæði úr þessum höfrum þegar búið er að frysta úr þeim.
Geitfjárræktar félagið hvetur félaga til að nýta sér sæðingar til koma í veg fyrir einrækt eða úrkynjun innan hjarðanna, en of mikill skyldleiki innan geitahjarða er víðtækt vandamál á Íslandi
Nánari upplýsingar fást hjá Birnu K. Baldursdóttur birna[hja]lbhi.is