Hafraskráin 2015

Verið er að taka úr höfrum og á næstunni verður komin ný skrá. Hægt er að fá sæði eftir gömlu skránni. Áhugasamir hafi samband við Birnu K. Baldursdóttur birna(hja)lbhi.is.

Hafrastöðin, Þórulág, Hvanneyri

Föstudag 27. september var opið hús í Hafrastöðinni, Þórulág á Hvanneyri. Opið hús var haft áður en að hafrar komu á stöðina, en eftir komu þeirra verður ekki hægt að fara um húsið því gæta þarf að öryggi og hreinlæti í hvívetna og óviðkomandi umferð er ekki leyfð um húsakynnin. Stjórn GFFÍ tók á móti gestum og á boðstólum voru geitaafurða kræsingar frá Háafelli í Hvítársíðu.

Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands 2019-20
Gjaldkerinn og gestir.

Þetta er fyrsta hafrastöð sem er opnuð á Íslandi. Unnið hafði verið að uppbyggingu stöðvarinnar allt sumar 2019 og úttekt gerð af MAST. Nú eru komnir 8 hafrar á stöðina frá eftirtöldum bæjum: Brennistöðum í Flókadal, Háafelli í Hvítársíðu, Hólmi í Hornafirði, Möðrudal á Fjöllum, Rauðá Þingeyjarsveit og Þorbergsstöðum í Laxárdal.

Hægt verður að fá sæði úr þessum höfrum þegar búið er að frysta úr þeim.

Geitfjárræktar félagið hvetur félaga til að nýta sér sæðingar til koma í veg fyrir einrækt eða úrkynjun innan hjarðanna, en of mikill skyldleiki innan geitahjarða er víðtækt vandamál á Íslandi

Nánari upplýsingar fást hjá Birnu K. Baldursdóttur birna[hja]lbhi.is

Geitapaté, geitamjólkurskyr, geitabrie, geitaáleggspylsa og annað gott frá Háafelli.


Þáttaka í Degi geitarinnar 26. maí í Húsdýragarðinum

Þeir félagar sem vilja taka þátt í Degi geitarinnar 26. maí 2019 í Húsdýragarðinum í Laugardal, Reykjavík með sölu afurða á sameiginlegu langborði eða til að kynna geitastofninn fyrir almenningi, vinsamlega tilkynnið þátttöku til umsjónamanns dagsins Önnu Maríu Lindar ritara félagsins í netfangið annamariageirsd [hja] hotmail.com fyrir 17. maí.

Varðandi sölu matvöru þá er Húsdýragarðurinn með leyfi fyrir sölu matvara svo framalega sem þær eru framleiddar samkvæmt reglum þar að lútandi.

ljsm. Anna María Lind

Einstakt tækifæri fyrir félaga í GFFÍ: Vöruþróunarverkefni ykkur að kostnaðarlausu Umsóknarfrestur 29. apríl 2019

Fengist hefur styrkur úr Framleiðnisjóði og sérfræðingar hjá Matís leiðbeina bændum um þróun matvöru og markaðssetningu. Framleiðsluferlið og kröfur til matvælaframleiðslu verða leikur einn eftir námskeiðið. Ef meta á verkefnið til fjár myndi það slaga upp í hálfa milljón kr á mann.

Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands auglýsa eftir þátttöku geitabænda, 
félaga í GFFÍ, í vöruþróunarátaki sem miðar að því að framleiða nýjar 
matvörur úr þeim hráefnum sem íslenska geitin leggur til. Áhersla verður 
lögð á nýjungar sem verða framleiddar vítt og breitt um landið fyrir 
neytendamarkað og / eða sölu beint frá býli. Vöruþróunarátakið er hluti 
af verkefninu Þróun geitfjárafurða til framtíðar en það er styrkt af 
Framleiðnisjóði landbúnaðarins 2019.

Markmiðið er að stuðla að framleiðslu afurða sem auka eftirspun eftir 
geitaafurðum og verða þannig drifkraftur fyrir fjölgun í geitastofninum. 
Erfðanefnd landbúnaðarins hefur ályktað að framtíð íslenska 
geitastofnsins byggist fyrst og fremst á því að hann verði nýttur.

Geitabændur geta sótt um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað 
sem má finna hér. Útfyllt eyðublað skal senda á undirritaða starfsmenn 
Matís fyrir 29. apríl 2019. Starfsmennirnir svara fyrirspurnum símleiðis 
og í tölvupósti. Þann 24. apríl nk. kl 15:00 verður kynningarfundur um 
vöruþróun fyrir geitabændur hjá Matís Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fyrst 
verða starfsmenn Matís með almenna kynningu en síðan gefst einstökum 
aðilum kostur á að hitta starfsmenn Matís einslega og ræða hugmyndir 
sínar.

Starfsmenn Matís þurfa að velja úr innsendum tillögum og verða valdir 
a.m.k. 5 aðilar. Aðstoð starfsmanna Matís mun síðan felast í ráðgjöf við 
fyrstu skrefin, sérfræðiráðgjöf við vöruþróun, aðgang að fræðsluefni 
(sem þyrfti annars að greiða fyrir), mælingar á öryggi vörunnar og 
næringargildi, og loks ráðgjöf við merkingar og markaðssetningu. Gert er 
ráð fyrir að vöruþróunin hefjist í maí og verði lokið í nóvember 2019. 
Fyrir lok júní þurfa að vera komnar skýrar áætlanir eða fyrstu vörur. 
Nánari upplýsingar veita Óli Þór Hilmarsson (olithor@matis.is, 858-5099) 
og Ólafur Reykdal (olafurr@matis.is, 858-5098) hjá Matís.

Vöruþróunarátak – Nýjar matvörur úr geitakjöti, geitainnmat og geitamjólk


Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands auglýsa eftir þátttöku geitabænda, félaga í GFFÍ, í vöruþróunarátaki sem miðar að því að framleiða nýjar matvörur úr þeim hráefnum sem íslenska geitin leggur til. Áhersla verður lögð á nýjungar sem verða framleiddar vítt og breitt um landið fyrir neytendamarkað og / eða sölu beint frá býli. Vöruþróunarátakið er hluti af verkefninu Þróun geitfjárafurða til framtíðar en það er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins 2019. 

Markmiðið er að stuðla að framleiðslu afurða sem auka eftirspun eftir geitaafurðum og verða þannig drifkraftur fyrir fjölgun í geitastofninum. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur ályktað að framtíð íslenska geitastofnsins byggist fyrst og fremst á því að hann verði nýttur. 

Geitabændur geta sótt um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað sem má finna hér. Útfyllt eyðublað skal senda á undirritaða starfsmenn Matís fyrir 29. apríl 2019. Starfsmennirnir svara fyrirspurnum símleiðis og í tölvupósti. Þann 24. apríl nk. kl 15:00 verður kynningarfundur um vöruþróun fyrir geitabændur hjá Matís Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fyrst verða starfsmenn Matís með almenna kynningu en síðan gefst einstökum aðilum kostur á að hitta starfsmenn Matís einslega og ræða hugmyndir sínar. 

Starfsmenn Matís þurfa að velja úr innsendum tillögum og verða valdir a.m.k. 5 aðilar. Aðstoð starfsmanna Matís mun síðan felast í ráðgjöf við fyrstu skrefin, sérfræðiráðgjöf við vöruþróun, aðgang að fræðsluefni (sem þyrfti annars að greiða fyrir), mælingar á öryggi vörunnar og næringargildi, og loks ráðgjöf við merkingar og markaðssetningu. Gert er ráð fyrir að vöruþróunin hefjist í maí og verði lokið í nóvember 2019. Fyrir lok júní þurfa að vera komnar skýrar áætlanir eða fyrstu vörur. Nánari upplýsingar veita Óli Þór Hilmarsson (olithor@matis.is, 858-5099) og Ólafur Reykdal (olafurr@matis.is, 858-5098) hjá Matís.

Einblöðungar: Fræðsla um geitaafurðir; kjöt og mjólk

Þessir einblöðungar frá Matís, Geitfjárræktarfélag Íslands, eru til fróðleiks fyrir geitabændur og fólk sem vill kaupa geitaafurðir eða fyrir fólk sem þekkir ekki geitaafurðir. Félagar í GFFÍ! Sendið áhugasömum eintök eða prentið út og dreifið til almennings eins og þið viljið!

ljósm. Helena Hólm

Rafrit um geitur á ensku

Ritið sem er á ensku er 384 blaðsíður og hægt að lesa á netinu. Það fjallar um ýmis konar framleiðslu úr geitahráefni víðs vegar um heim og gæti virkað sem innblástur.

Vörurnar eru gróflega flokkaðar í fernt:

– hrávörur eins og mjólk, slátur, hár/ fiða

– lítið unnar vörur til neyslu eins og saltað kjöt, ís, jógúrt

– vörur sem hafa umbreyst við meðhöndlun svo sem ostur, leður, pylsur eða eldað kjöt

– mikið unnar vörur sem innihalda aðra framleiðslu svo sem lyf, hnífar, geitostakaka

Hér er hægt að opna ritið

ljósm; Helena Hólm

Kjötmat og meðferð sláturdýra

Geitfjárræktarfélagið hefur verið í samstarfi við MATÍS um aukna verðmætasköpun geitfjárafurða. Hluti þess verkefnis er kjötmat og meðferð í sláturhúsum. MATÍS hefur sent okkur eyðublað sem hver og einn geitabóndi fyllir út eftir slátrun og sendir til Matís samkvæmt upplýsingum sem á plagginu eru.
Það er mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu til að Matís Ohf fái allar upplýsingar sem til þarf til að bæta meðferð sláturdýra í sláturhúsum og kjötmatið. Atvinnugreinin er ný og allir þurfa að leggja hönd á plóg til að betur fari.

Að gerast félagi í GFFÍ og aðalfundur

Geitabökin breiðu

Aðalfundur verður haldinn n.k. laugardag 23. mars 2019.

Samkvæmt 2. gr. þá geta eftirfarandi orðið félagar:

Félagar geta orðið þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og eiga geitur svo og þeir sem sérstakan áhuga hafa á geitfjárrækt. Félagssvæðið er allt landið. Kjörgengi hafa allir 18 ára og eldri.

Við mælum með að sem flestir sem eiga geitur gangi í félagið, þeim mun öflugara verður það. Ný búgrein og nýjar vörur fyrir landsmenn.

Ef þú vilt ganga í félagið sendu tölvupóst: geit[hja]geit.is