Ný stjórn GFFÍ 2020-21

Formaður Anna María Flygenring.

Guðni Ársæll Indriðason gjaldkeri

Þorsteinn E. Þorsteinsson ritari

Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir meðstjórnendur.

Varamenn: Bettina Wunsch og Sif Matthíasdóttir.

Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2020

Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2020 laugardaginn 24.okt. kl. 15
Á undan fundinum kl. 14 verður kynning frá Ólafi Reykdal og Óla Þór Hilmarssyni hjá Matís um samstarfsverkefnið Vöruþróun geitfjárafurða, kjötmat og jafnvel fleira, þeir munu síðan svara fyrirspurnum.
Aðalfundurinn laugardaginn 24. október 2020 kl.15.

Fjarfundur á Zoom. 


Félagar fá sendan hlekk á fundinn en til þess að fá hlekk þarf að tilkynna þátttöku á netfang formanns annaflyg@gmail.com

Venjuleg aðalfundarstörf.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar GFFÍ:
Laust er sæti formanns, kosið til eins árs í senn.
Laus eru tvö sæti í aðalstjórn til tveggja ára.
Laust er eitt sæti varamanns til tveggja ára.
Laust er sæti skoðanda reikninga til tveggja ára.
Stjórnin.

Þróun geitfjárafurða til framtíðar

Verkefni um þróun geitfjárafurða á vegum Matís með þátttöku 5 geitabænda og styrkt af Framleiðnisjóði er lokið og gengið hefur verið frá lokaskýrslu og dreifiblaði.

Sjá frétt um verkefnið hér

Dreifiblaðið geta þeir sem framleiða geitamatvörur notað til kynninga. Frjálst að prenta út og dreifa eða nota rafrænt.

Hafraskráin 2015

Verið er að taka úr höfrum og á næstunni verður komin ný skrá. Hægt er að fá sæði eftir gömlu skránni. Áhugasamir hafi samband við Birnu K. Baldursdóttur birna(hja)lbhi.is.

Hafrastöðin, Þórulág, Hvanneyri

Föstudag 27. september var opið hús í Hafrastöðinni, Þórulág á Hvanneyri. Opið hús var haft áður en að hafrar komu á stöðina, en eftir komu þeirra verður ekki hægt að fara um húsið því gæta þarf að öryggi og hreinlæti í hvívetna og óviðkomandi umferð er ekki leyfð um húsakynnin. Stjórn GFFÍ tók á móti gestum og á boðstólum voru geitaafurða kræsingar frá Háafelli í Hvítársíðu.

Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands 2019-20
Gjaldkerinn og gestir.

Þetta er fyrsta hafrastöð sem er opnuð á Íslandi. Unnið hafði verið að uppbyggingu stöðvarinnar allt sumar 2019 og úttekt gerð af MAST. Nú eru komnir 8 hafrar á stöðina frá eftirtöldum bæjum: Brennistöðum í Flókadal, Háafelli í Hvítársíðu, Hólmi í Hornafirði, Möðrudal á Fjöllum, Rauðá Þingeyjarsveit og Þorbergsstöðum í Laxárdal.

Hægt verður að fá sæði úr þessum höfrum þegar búið er að frysta úr þeim.

Geitfjárræktar félagið hvetur félaga til að nýta sér sæðingar til koma í veg fyrir einrækt eða úrkynjun innan hjarðanna, en of mikill skyldleiki innan geitahjarða er víðtækt vandamál á Íslandi

Nánari upplýsingar fást hjá Birnu K. Baldursdóttur birna[hja]lbhi.is

Geitapaté, geitamjólkurskyr, geitabrie, geitaáleggspylsa og annað gott frá Háafelli.


Þáttaka í Degi geitarinnar 26. maí í Húsdýragarðinum

Þeir félagar sem vilja taka þátt í Degi geitarinnar 26. maí 2019 í Húsdýragarðinum í Laugardal, Reykjavík með sölu afurða á sameiginlegu langborði eða til að kynna geitastofninn fyrir almenningi, vinsamlega tilkynnið þátttöku til umsjónamanns dagsins Önnu Maríu Lindar ritara félagsins í netfangið annamariageirsd [hja] hotmail.com fyrir 17. maí.

Varðandi sölu matvöru þá er Húsdýragarðurinn með leyfi fyrir sölu matvara svo framalega sem þær eru framleiddar samkvæmt reglum þar að lútandi.

ljsm. Anna María Lind

Einstakt tækifæri fyrir félaga í GFFÍ: Vöruþróunarverkefni ykkur að kostnaðarlausu Umsóknarfrestur 29. apríl 2019

Fengist hefur styrkur úr Framleiðnisjóði og sérfræðingar hjá Matís leiðbeina bændum um þróun matvöru og markaðssetningu. Framleiðsluferlið og kröfur til matvælaframleiðslu verða leikur einn eftir námskeiðið. Ef meta á verkefnið til fjár myndi það slaga upp í hálfa milljón kr á mann.

Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands auglýsa eftir þátttöku geitabænda, 
félaga í GFFÍ, í vöruþróunarátaki sem miðar að því að framleiða nýjar 
matvörur úr þeim hráefnum sem íslenska geitin leggur til. Áhersla verður 
lögð á nýjungar sem verða framleiddar vítt og breitt um landið fyrir 
neytendamarkað og / eða sölu beint frá býli. Vöruþróunarátakið er hluti 
af verkefninu Þróun geitfjárafurða til framtíðar en það er styrkt af 
Framleiðnisjóði landbúnaðarins 2019.

Markmiðið er að stuðla að framleiðslu afurða sem auka eftirspun eftir 
geitaafurðum og verða þannig drifkraftur fyrir fjölgun í geitastofninum. 
Erfðanefnd landbúnaðarins hefur ályktað að framtíð íslenska 
geitastofnsins byggist fyrst og fremst á því að hann verði nýttur.

Geitabændur geta sótt um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað 
sem má finna hér. Útfyllt eyðublað skal senda á undirritaða starfsmenn 
Matís fyrir 29. apríl 2019. Starfsmennirnir svara fyrirspurnum símleiðis 
og í tölvupósti. Þann 24. apríl nk. kl 15:00 verður kynningarfundur um 
vöruþróun fyrir geitabændur hjá Matís Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fyrst 
verða starfsmenn Matís með almenna kynningu en síðan gefst einstökum 
aðilum kostur á að hitta starfsmenn Matís einslega og ræða hugmyndir 
sínar.

Starfsmenn Matís þurfa að velja úr innsendum tillögum og verða valdir 
a.m.k. 5 aðilar. Aðstoð starfsmanna Matís mun síðan felast í ráðgjöf við 
fyrstu skrefin, sérfræðiráðgjöf við vöruþróun, aðgang að fræðsluefni 
(sem þyrfti annars að greiða fyrir), mælingar á öryggi vörunnar og 
næringargildi, og loks ráðgjöf við merkingar og markaðssetningu. Gert er 
ráð fyrir að vöruþróunin hefjist í maí og verði lokið í nóvember 2019. 
Fyrir lok júní þurfa að vera komnar skýrar áætlanir eða fyrstu vörur. 
Nánari upplýsingar veita Óli Þór Hilmarsson (olithor@matis.is, 858-5099) 
og Ólafur Reykdal (olafurr@matis.is, 858-5098) hjá Matís.