Geitfjárræktarfélagið verður á Sveitasælu 2023
Geitfjárræktarfélagið verður á Sveitasælu, Skagafirði 19. ágúst 2023. Hér má lesa nánar um dagskrá og staðsetningu Sveitasælu.
Aðalfundur GFFÍ 2023
Aðalfundur GFFÍ 2023 verður haldinn 27. mars kl. 20. Haldinn verður rafrænn fundur á Teams. Nánar auglýst síðar.
Að kemba og nýta geitafiðu; námskeið 14. maí 2022
Endurmennt LBHÍ og Geitfjárræktarfélagið halda námskeið um hvernig skal kemba geit og síðan nýta geitafiðuna. Hér er hægt að lesa um námskeiðið og skrá sig
Aðalfundur 2022
Framhalds aðalfundur Geitfjárræktarfélagins 2022
Fresta þurfti aðalfundi Geitfjárræktarfélags Íslands 3.mars s.l. en framhalds aðalfundur verður haldinn 22.03 kl.20 og verður eingöngu rafrænn. Tilkynna þarf þátttöku til formanns á netfangið annaflyg [hja] gmail.com í síðasta lagi .20. mars og verður sendur hlekkur á fundardegi.
Bestu kveðjur stjórn GFFÍ .
Aðalfundur GFFÍ 2022 fyrri hluti
Aðalfundir Geitfjárræktarfélagsins og búgreinadeildar geitfjárræktar voru haldnir á Hótel Natura í Reykjavík 3. mars s.l. Með tilkomu búgreinadeildar geitfjárræktar verða breytingar í Geitfjárræktarfélaginu.
Á fundi búgreinadeildarinnar var Anna María Flygenring samþykkt sem formaður og Helena Hólm og Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir sem meðstjórnendur þriggja manna stjórnar deildarinnar.
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands var haldinn í kjölfari fundar búgreinadeildarinnar. Meðal annara aðalfundarstarfa voru til meðferðar breyttar samþykktir félagsins í takti við samþykktir búgreinadeildarinnar. Sú meðferð tók lungan úr fundinum og ekki tókst að klára yfirferð og breytingar og því var fundi frestað um 2-3 vikur og mun stjórn fara yfir breytingarnar. Framhaldsfundur verður auglýstur síðar er nær dregur.
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2022
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands verður haldinn að loknu Búgreinaþingi BÍ fimmtudaginn 3.mars kl. 15.30 á hótel Natura í Reykjavík. Mögulegt er að vera í fjarfundarsambandi á fundinum en tilkynna þarf til formanns á netfangið annaflyg@gmail.com ef óskað er eftir slíku fyrir 24.febr. Venjuleg aðalfundarstörf. Sameining GFFÍ við BÍ hefur verið samþykkt og fer starf deildar geitfjárræktar að mestu fram líkt og áður var gert í GFFÍ. Félaginu er þó ekki slitið formlega og kjósa þarf stjórn. Stjórnin.
Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð
Umsóknarfrestur er til 6. júní og við hvetjum félaga til að sækja um. Óli Þór Hilmarsson og Ólafur Reykdal bjóða þeim geitabændum sem vilja sækja um aðstoð sína. Um að gera að sækja um og vera í samvinnu við þá Óla Þór oli.th.hilmarsson[hja]matis.is og Ólaf olafur.reykdal[hja]matis.is
Námskeið um geitfjárrækt – fjarnámskeið
Námskeið um geitahald á vegum LBHÍ
Nú gefst geitabændum tækifæri að sækja fjarnámskeið um geitahald á vegum endurmenntunar LBHÍ 14. – 30. júní 2021. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan fáiði nánari upplýsingar um námskeiðið. Það verður m.a. fjallað aðbúnað geita, geitaafurðir og skýrsluhaldið Heiðrúnu og margt fleira. Skráið ykkur og fræðist!
Ný reglugerð; heimaslátrun
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum sem heimilar bændum að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Slík framleiðsla og dreifing hefur hingað til verið óheimil. Í reglugerðinni er kveðið á um að dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkissjóði.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
„Það hefur lengi verið kallað eftir því að bændum verði gert kleift að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Undanfarin tvö ár hefur átt sér stað umfangsmikil vinna í samráði við bændur og Matvælastofnun við að leita leiða til að heimila þessa framleiðslu þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þessi breyting sem við gerum í dag markar því tímamót enda felst í þessari breytingu mikilvægt tækifæri til að styrkja verðmætasköpun og afkomu bænda til framtíðar.“
Síðastliðið sumar undirrituðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun. Á heildina litið gekk verkefnið vel og voru niðurstöður úr sýnatökum bænda góðar, en fjareftirlit var erfiðleikum bundið. Í reglugerðinni er því kveðið á um að opinberir dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður vegna þess greiðast úr ríkissjóði.
Helstu atriði reglugerðarinnar:
- Sérstakar undanþágur vegna slátrunar og stykkjunar í samræmi við kröfur Evrópuregluverksins, s.s. lágmarkskröfur til húsnæðis og aðstöðu.
- Kveðið er á um kröfur við aflífun, hollustuhætti við slátrun, innra eftirlit og förgun aukaafurða dýra.
- Til að auðvelda bændum að nýta sér þessa heimild þá hefur Matvælastofnun útbúið leiðbeiningabækling á grundvelli reglugerðarinnar þar sem skýrð eru út helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og stykkjunar í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum. Leiðbeiningar Matvælastofnunar má finna hér
Reglugerðin er einnig liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Með því að gera bændum kleift að framleiða og selja afurðir beint frá býli má styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þessu er einnig stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matæla.